Vísir.is greinir frá því í dag að vegna bilunar séu kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hættar að hljóma. Kostnaður við viðgerðir er nokkur og því ekki hægt að slá því föstu hvenær viðgerð fer fram.

Í millitíðinni er hægt að hlusta á upptöku frá RÚV hér á vefnum sem og upptöku af stundaslögum klukknanna.

Frétt Vísis: http://www.visir.is/enginn-klukknahljomur-fra-hallgrimskirkju-a-naestunni/article/2016160828833