Þær upplýsingar sem safnað verður við heimsókn í kirkjur eru þessar:

Saga klukknanna og uppruni

Hvaðan komu klukkurnar upphaflega? Hver var gefandi/kaupandi? Hvenær voru þær settar upp? Heita þær eitthvað? Og fleiri áhugaverðar upplýsingar um sögu klukknnanna. Er einhver saga á bakvið klukkuturninn eða umgjörð klukknanna? Hvernig eru klukkunum stýrt (rafstýring eða handhringing)?

Fjöldi klukkna, þyngd og tónn

Hve margar klukkur eru í kirkjunni, hve þungar eru þær og hvaða tón hafa þær?

Reglur/hefðir um notkun klukknanna.

Hvernig eru þær notaðar fyrir og eftir messu, útfarir, brúðkaup, stórhátíðir og önnur tilefni?

Ljósmyndir af klukkunum og umgjörð þeirra.

Ljósmynd af kirkjunni að innan og utan.

Allar hringingar klukknanna teknar upp

Ætlunin er að taka upp allar gerðir hringinga klukknanna sbr reglur/hefðir um notkun þeirra. Best er að hver hringing sé í sér upptöku. Þetta er veigamesti þáttur verkefnisins. Hljóðupptaka er alltaf gerð. Ef hægt er að koma því er einnig tekið upp myndband.

Eyðublöð

Hér er hægt að nálgast eyðublöð til þess að fylla út upplýsingar um notkun kirkjuklukkna. Allar upplýsingar eru vel þegnar og eru færðar í gagnagrunn.

Eyðublað um kirkjuklukkur (.pdf)

Eyðublað um kirkjuklukkur (.docx útfyllanlegt)