Þingeyrakirkja var vígð þann 9. september 1877. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur:

  • Stærri klukkan er 58 cm í þvermál.
    Á annarri hliðinni stendur: Me fecit Joh. Barthold Holtzmann Hafnia. Ao 1752.
    Á hinni hliðinni stendur: 1911. Asgeir Einarsson. Gudbrandur Vigfússon. V. VOSS & SOHN STETTIN. No 1943.
  • Minni klukkan er 39 cm í þvermál.
    Á henni stendur: STÖBT AF II RITZMANN KIÖBENHAVN ANNO 1834.

Stærri klukkan var steypt árið 1911 og kom þá í stað eldri klukku sem rifnaði við hringingu á nýársdag árið 1898. Sú sem rifanði var steypt af Joh. Berthold Holtzmann í Kaupmannahöfn árið 1752 og ber nýja klukkan einnig þá áletrinu á annarri hliðinni. Á hinni hliðinni standa, auk ártals, nöfn þeirra Ásgeirs Einarssonar, bónda á Þingeyrum sem reisti kirkjuna, og Guðbrands Vigfússonar. Guðbrandur þessi var doktor í Oxford á Englandi og lést árið 1889. Hann gaf kirkjunni bókasafn sem var tilefni þess að nafn hans er á klukkunni. Gamla klukkan, sú sem rifnaði 1898, var seld árið 1911 til þess að fjármagna nýja klukku.1

Minni klukkan var steypt í Kaupmannahöfn árið 1834. Heimildir herma að tvær eldri rifnar klukkur hafi gengið upp í kaupin á henni þegar hún var steypt.2

Í Undirfellskirkju er klukka úr Þingeyrakirkju sem steypt var árið 1527. Klukkan var lánuð þangað eftir bruna í Undirfellskirkju árið 1913. Jafnframt er önnur klukka úr Þingeyrakirkju í Kirkjuhvammskirkju en sú var steypt árið 1705.3

Notkun

  • Við upphaf messu er báðum klukkum samhringt 3 x 12 slög.
  • Við lok messu eru slegin 3 x 3 slög á stærri klukkuna.
  • Þegar kista er borin til kirkju fyrir útför er líkhringing slegin á stærri klukkuna.
  • Þegar kista er borin úr kirkju við lok útfarar er líkhringing slegin á stærri klukkuna.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Steingrímur Ingvarsson
Formaður sóknarnefndar: Björn Magnússon
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson

18. júlí 2021

  1. Kirkjur Íslands, 8. bindi. Bls. 299.
  2. Kirkjur Íslands, 8. bindi. Bls. 299.
  3. Kirkjur Íslands, 8. bindi. Bls. 300.

Viltu deila þessum klukkum með vinum þínum?