Búðakirkja á Snæfellsnesi var byggð árið 1848 með sérstöku konungsleyfi þar sem kirkjuyfirvöld höfðu synjað beiðni um að byggja kirkju á staðnum en Búðakirkja hafði verið lögð niður árið 1816. Kirkjan var svo endurbyggð á árunum 1984-1986 og vígð að nýju þann 6. september 1987.

Tvær sérlega hljómfagrar klukkur eru í turni Búðakirkju. Önnur frá 1672 en hin frá 1702. Á klukkunum er áletrun sem erfitt er að lesa sökum þrengsla.

Upptaka: Guðmundur Karl Einarsson, 4. júlí 2015
Hringjari: Rúnar Atli Gunnarsson
Aðstoð: Helga Jónsdóttir