Breiðabólsstaðarkirkja var vígð sunnudaginn 16. september 1973. Áður hafði staðið kirkja á staðnum en hún brann þann 29. ágúst 1971 og var ný kirkja reist í hennar stað. Í kirkjunni er ein nokkuð stór kirkjuklukka sem er 51,5 cm í þvermál. Klukkan er framleidd af Royal Eijsbouts í Hollandi og stendur á hana letrað: EIJSBOUTS ASTENSIS ME FECIT ANNO MCMLXXIII sem þýðir Eijsbouts Astensis gerði mig árið 1973. Á klukkunni má enn sjá merkingar sem líka voru spreyjaðar á klukkuna við flutning. Þar stendur Skógafoss 13 // 11.2 ’73. Klukkunni er handhringt og er hljómurinn tær og fagur.

Notkun

  • Fyrir messu eru slegin 3 x 3 slög.
  • Eftir messu eru slegin 3 x 3 slög.
  • Við upphaf útfarar eru slegin 3 x 3 slög.
  • Við lok útfarar er hringd líkhringing frá því kistunni er lyft upp og þar til hún er komin að gröfinni.

Upptökur

Myndband

 

Myndir

Heimildir

Hringjari: Jóel H. Jónasson

Aðstoð: Jón Benediktsson

Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
21. júlí 2017