Reykhólakirkja var vígð árið 1963. Í turni kirkjunnar eru þrjár klukkur, ein stór og tvær litlar. Á stóru klukkunni er þessi áletrun: TITUS AROHES THIKIUS ME FECIT REFUNDER ANNO 1735 en engin áletrun er á litlu klukkunum. Klukkunum er handhringt af kórlofti en vírar liggja þangað úr turninum. Litlu klukkunum tveimur er stýrt með sama vír en hægt er að velja hvort stóru klukkunni er sveiflað eða slegið í hana með kólfinum.

Notkun

Að jafnaði er aðeins stóra klukkan notkun. Stafar það m.a. af því að nokkuð erfitt er að samhringja litlu klukkunum með þeirri stóru svo vel sé. Tilraun er gerð til þess hér fyrir neðan.

  • Við upphaf messu er stóru klukkunni hringt 3×3 slög og sömuleiðis við lok messu.
  • Við upphaf útfarar er stóru klukkunni hringt 3×3 slög en líkhringing er hringd við lok útfarar þangað til kistan er komin út úr kirkjunni.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari: Indíana Ólafsdóttir
Upptaka og ljósmyndir: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð: Helga Jónsdóttir
21. júlí 2016