Það hefur ekki viðrað vel til upptökuheimsókna það sem af er árinu og mér hefur aðeins tekist að heimsækja einu kirkju og bæta á vefinn. Til þess að hægt sé að taka upp klukknahringingar þarf veður að vera sæmilega stillt og laust við rigningu. Í fyrra freistaði ég gæfunnar þegar ég heimsótti Hallgrímskirkju í Saurbæ en þá var vindur nokkur. Upptakan ber þess greinilega merki og ljóst að við tækifæri þarf ég að gera mér ferð og hitta sr. Kristinn í Saurbæ.

Markmið ársins er annars að ná 35-40 kirkjum. Þannig vil ég klára allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu sem og kirkju í Dalasýslu (þar á ég bara tvær eftir). Þetta er ærið verkefni en auk þess mun ég nýta styttri ferðir út á land til að taka upp ef færi gefst. Það er dálítið umstang sem fylgir upptökunum þar sem ég vil ná góðum hljóðupptökum en reyni auk þess að taka upp myndband. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og flestir boðnir og búnir að aðstoða mig.

Það er ekki lausn við að ég öfundi dálítið félaga í Danmörku sem eru að vinna að sama verkefni á Youtube. Þeir hafa getað birt nýjar upptökur vikulega og hvet ég áhugasama til að skoða þær.