Lögmannshlíðarkirkja var vígð árið 1860. Í kirkjunni eru tvær klukkur í turni og er þeim handhringt. Búið er að binda kaðal í kólf stærri klukkunnar (þeirrar eldri) til þess að auðvelda hringjara að hringja líkhringingu. Önnur klukkan er 1754 og er hún með áletruninni Me Fecit Michael Carl Troschell Anno 1754. Hin klukkan er síðan 1864 og er með áletruninni L. HLÍÐAR KIRKJA 1864. Yngri klukkan var steypt úr tveimur eldri klukkum1.

Upptökur

Myndband

Myndir

Heimildir

Hringjari og upptaka: Guðmundur Karl Einarsson
Aðstoð og kirkjuvarsla: Hermann Ragnar Jónsson
25. júlí 2016

  1. Kirkjur Íslands, 10. bindi (2007). Hið íslenska bókmenntafélag. Lögmannshlíðarkirkja, bls. 162-163. Reykjavík.