Forsíða 2017-12-11T11:39:19+00:00

Markmiðið er að hér á vefsíðunni kirkjuklukkur.is verði hægt að nálgast upplýsingar um allar kirkjuklukkur á Íslandi. Hér verður hægt að hlusta á hringingar klukknanna, sjá myndir af þeim og fræðast um sögu klukknanna.

Verkefnið hófst formlega í febrúar 2013 og gert er ráð fyrir að það taki mörg ár að ná öllum kirkjum landsins.

Á vefnum eru nú 61 kirkjur en í heildina eru þær 377.

Hér fyrir neðan geturðu séð nýjustu kirkjurnar í safninu. Smelltu hér til þess að skoða allar kirkjur. 

Fréttir

Klukkur Hallgrímskirkju hringja á ný

30. október 2017|

Hátt yfir miðborg Reykjavíkur trjónir Hallgrímskirkja. Hún sést langt að og er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Því var leitt að fá af því fréttir á síðasta ári að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju væru hljóðar vegna bilunar. Um [...]

Big Ben hljóður til árs­ins 2021

14. ágúst 2017|

Klukkna­hljóm­ur Big Ben í London mun óma í síðasta sinn um miðjan dag í dag. Turn­klukk­un­um verður svo ekki hringt reglu­lega á ný fyrr en árið 2021. Mikl­ar viðgerðir standa yfir á þessu sögu­fræga kenni­leiti [...]

Viðgerð hafin á klukkum Hallgrímskirkju

20. janúar 2017|

Eins og fram hefur komið hafa kirkjuklukkur Hallgrímskirkju verið hljóðar í nokkra mánuði vegna bilunar. Þó sá sr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur til þess að nýtt ár væri hringt inn þegar hann klifraði í turninn [...]

Skoða kirkjur í vinnslu

Kirkjur í vinnslu

Nú bíða upptökur frá 4 kirkjum eftir úrvinnslu.
Skoða kirkjur í vinnslu